Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bjóða íbúum að spyrja út í nýtt leiðakerfi

21.10.2019 - 14:44
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Strætó hefur opið hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem drög að nýju leiðakerfi verða kynnt.

Opið hús verður á sjö stöðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og er það fyrsta í dag milli klukkan 15 og 18 í Mosfellsbæ. Íbúum er boðið að koma við, kynna sér nýtt leiðakerfi og koma ábendinum á framfæri við starfsfólk Strætó og verkefnastofu Borgarlínu.

Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu og dagsetningu opnu húsanna:

21. október     15.00-18.00     Togið í Kjarna, Þverholti 2 í Mosfellsbæ
22. október     15.00-18.00     Mjódd í Reykjavík
24. október     15.00-18.00     Smáralind í Kópavogi
28. október     15.00-18.00     Fjörður í Hafnarfirði
29. október     12.00-14.00     Háskólatorg í Reykjavík
29. október     16.00-18.00     Háskólatorg
31. október     16.00-18.00     Ráðhús Garðabæjar, Garðatorgi 7