Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð að nýju

30.12.2016 - 17:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur að nýju falið Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, umboð til að mynda ríkisstjórn.

Í yfirlýsingu frá forsetanum segir að frá því að þingi var frestað hafi átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag hefðu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, gengið á fund forseta og lýst vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði forsetinn Bjarna Benediktsson á sinn fund og fól honum umboð til stjórnarmyndunar.