Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bjarnheiður - U2, Oasis og Rod Stewart

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Bjarnheiður - U2, Oasis og Rod Stewart

30.08.2019 - 17:44

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Bjarnheiður Hallsdóttir stjórnarformaður samtaka ferðaiðnaðarins.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Bjarnheiður Hallsdóttir stjórnarformaður samtaka ferðaiðnaðarins. Hún er frá Akranesi og var heima hjá sér að horfa á sjónvarpið á Menningarnótt, valdi að horfa á Tónaflóð Rásar 2 með fjölskyldu sinni, og gerði athugasemd á Facebook við lagið freðinn sem tónlistarmaðurinn Auður flutti þar. Í kjölfarið rötuðu skrif hennar inn á hina ýmsu miðla og hún fékk yfir sig holskeflu af skítkasti héðan og þaðan, en Auður hringdi í hana og bauð henni á tónleika í Grasagarðinum í Laugardal í gærkvöldi. Hún fór. Bjarnheiður syngur í tveimur kórum og mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína í Füzz kl. 21.00.

Plata þáttarins er svo Atlantic Crossing með Rod Stewart, sjötta sólóplatan hans, kom út 1975 en akkúrat um þetta leiti 1975 settist hún í toppsæti breska vinsældalitans, fimmta platan hans til að fara á toppinn og hún sat þar í 5 vikur. Hún náði hæst í 9. sæti á bandaríska vinsældalistanum.

Titill plötunnar þótti til marks um nýja og vinsældavænni stefnu sem Rod tók í tónlistinni, en á þessum tíma færði hann sig líka yfir til Warner Brothers útgáfunnar frá Merciry sem hafði gefið út flestar hans plötur árin á undan. Og hann flutti líka frá Englandi þar sem 83% skatthlutfall nýrrar ríkisstjórnar Harolds Wilson var allar rokkstjörnur að drepa, í sólina í Los Angeles þar sem var gott að vera poppstjarna á þessum tíma.

Platan er tvískipt, önnur hliðin, B-hliðin er róleg, en A-hliðin meira stuð. Það var kærastan, hin sænska Britt Ekland sem stakk upp á þessu og hann samþykkti. Og sama háttinn hafði hann á á næstu tveimur plötum.

Á rólegu B-hliðinni eru perlur sem hafa fylgt Rod allar götur síðan, lög eins og Sailing og I Don´t wanna talk about it. Og platan þykir klassík.

Rod var ennþá í hljómsveitinni Faces þegar hann gerði þessa plötu og hún kom út. Það er enginn úr Faces með honum á plötunni og þessi plata markaði nýtt upphaf hjá Rod. Þarna má segja að rokkarinn Rod sé að kveðja og strigabarka-ballöðusöngvarinn sé að taka yfir.

En það eru engin apakettir með honum á plötunni, heldur þrír fjórðu af Booker T. & The M´Gees og The Memphis horns sem höfðu spilað inn á fjölda frábærra platna árin þarna á undan.

Eina lag plötunnar sem Faces spilaði í kveðjutúrnum haustið 1975 var Three time loser sem er upphafslag plötunnar. Rod kláraði túrinn og sagði síðan bless við Faces.

Lagið Sailing af plötunni fór í fyrsta sæti breska smáskífulistans þegar það kom út í september ´75. Og lagið I don´t wanna talk about it, sem Danny Whitten gítarleikari í Crazy Horse bandi Neil Young samdi, fór líka í toppinn, 1977.

Við heyrum nokkur lög af Atlantic Crossing í Füzz í kvöld.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Oasis.

Hér er lagalisti þáttarins:
Óðmenn - Spilltur heimur
Amyl & The Sniffers - Shake ya
Þeyr - Tedrukkinn
The Cure - A forest
James Gang - Standing in the rain
Tool - Pneuma
SÍMATÍMI
AC/DC - Live wire
Saga - The flyer
Claypool Lennon Delirium - Blood and rockets (óskalag)
Rod Stewart - Three time a loser (plata þáttarins)
Nick Cave - Bring it on
Rory Gallagher - Cradle rock (óskalag)
Hellacopters - Baby borderline
Viagra Boys - Sports
BJARNHEIÐUR HALLSDÓTTIR MEÐ UPPÁHALDS ROKKPLÖTUNA
The Clash - London calling
BJARNHEIÐUR II
U2 - New years day
BJARNHEIÐUR III
U2 - Two hearts beat as one
The Undertones - Teenage kicks
Utangarðsmenn - Fuglinn er floginn
Rod Stewart - (plata þáttarins)
A+B
Oasis - Whatever (A)
Oasis - It´s good to be free (B)
Neil Young - Milky way (spluuuunkunýtt)

Tengdar fréttir

Tónlist

Eyþór Arnalds - Ramones og Bowie

Tónlist

Jómbi Brainpolice - The Darkness ofl.

Tónlist

Neil Young og klikkaður hestur

Tónlist

Jakob Bjarnar - Rolling Stones og Eagles