Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bjarga grindhval við Seltjarnarnes

26.08.2019 - 11:13
Frá björgunaraðgerðum í morgun. - Mynd: RÚV - Haukur Holm / RÚV - Haukur Holm
Grindhval rak að landi í Káravík við Seltjarnarnes í morgun, neðan við bensínstöð Orkunnar. Björgunarsveitarfólk á vegum Landsbjargar og lögregla er á staðnum. Reyna á að koma hvalnum á lífi aftur út á meira dýpi.

Grindhvalurinn er nokkra metra frá landi og hefur verið þar í um tvo klukkutíma. 

Nokkrum sinnum í sumar hefur grindhvali rekið á landi. 52 hvali rak á land í Löngufjörum á Snæfellsnesi í júlí og drápust þeir allir. Um verslunarmannahelgina rak grindhvalavöðu á land við Garðskaga, 14 þeirra drápust. 13. ágúst rak tvo hvali á land við Ólafsvík og tókst að bjarga öðrum þeirra. Þá var vöðu snúið við á Rifi í júlí.

Mynd með færslu
Mynd með færslu
Mynd með færslu
Mynd með færslu
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir