Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Birkisafa tappað af trjám í Vaglaskógi

22.04.2015 - 15:22
Mynd með færslu
 Mynd: www.skogur.is
Birkisafa er tappað af yfir fjörtíu trjám í Vaglaskógi þessa dagana. Tréin gefa af sér tugi lítra af birkisafa á hverjum degi. Safataka var prufuð lítillega í fyrra og reyndist lofa góðu en mikilvægt er að taka ekki safa úr sama trénu ár eftir ár.

á vefsíðu Skórgræktar ríkisins er ítarlega fjallað um það hvernig birkisafa er tappað af trjánum í Vaglaskógi. Þar kemur fram að nóg sé af stórum og heilbrigðum trjám í skóginum. Reiknað er með að safatakan standi yfir í hálfan mánuð eða svo en það fer þó eitthvað eftir veðri. Gangi spár eftir og það kólnar og snjóar í Vaglaskógi næstu daga er hætt við að það hægi á starfssemi trjánna á meðan. Eki er mikil reynsla af safatöku úr birkitrjám hérlendis þó þekkist það meðal annars úr Hallormsstaðarskógi að birkisafa sé tappað af trjám. Skógræktin gerir nú tilraunir í safatöku úr birkitrjám bæði á Vöglum og á Tumastöðum í Fljótshlíð.

Freyja Dögg Frímannsdóttir
Fréttastofa RÚV