Binda vonir við nýtt bóluefni við sumarexemi í hrossum

21.03.2020 - 20:06
Mynd: Háskóli Íslands / RÚV
Íslenski hesturinn er vinsæll víða um veröld og árlega eru flutt út á bilinu 1200-1500 hross. Bóluefni við sumarexemi í hrossum er innan seilingar. Exemið hefur um árabil verið til ama í hrossum sem eru flutt úr landi.

„Sumarexem er ofnæmi í hrossum. því veldur prótín úr flugu sem við höfum kallað Smámý sem er náskyld lúsmý sem bítur fólk,“ segir Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ónæmisfræðingur.

Öll hrossakyn geta fengið sumarexem en eru misnæm og virðast erfðaþættir koma þar við sögu. Umhverfisþættir og þá aðallega útsetning fyrir smámýi skiptir þó mestu máli. Um árabil hefur það verið bitbein útflutningsins hversu algengt það er að íslensk hross fái svokallað sumarexem þegar út er komið.

Flugan finnst ekki hér á landi og því fá hestar hér ekki exemið.(grafík með ljósmyndum inn) Sé litið á heildarfjölda hrossa sem eru flutt út fær um fjórðungur exemið en þar sem mikið er af smámýi fer hlutfallið upp í fimmtíu prósent. Leitin að bóluefni hefur staðið lengi yfir. 

„Þetta er árangur tuttugu ára vinnu sem hefur farið fram hér og annarsstaðar með samstarfsaðilum okkar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Og breytir þetta miklu fyrir útflutning á hrossum? Já ef bóluefnð virkar þá mun þetta breyta mjög miklu já. Þetta hefur mikla velferðar þýðingu fyrir þau hross sem fá þetta,“ segir Vilhjálmur Svansson. dýralæknir.

Nú er rannsóknin komin á það stig að búið er að bólusetja 27 hrossa hóp sem búið er að flytja erlendiss á þekkt flugusvæði. 
Líkt og í öðrum útflutningsgreinum er viðbúið að hrossaútflutningur minnki á næstunni.

„Við vitum svosem ekki hvernig áhrif af þessu ástandi núna kemur til með að hafa á hrossa sölu en auðvitað hefur það áhrif,“ segir Sveinn Steinarson, formaður félags hrossabænda.

„Og núna á seinustu metrunum, má segja að inn í þennan lokaáfanga þá hafa margir laggst á plóginn og eiga þeir okkar bestu þakkir skildar,“ segir Sveinn.

Nánar má lesa um verkefnið hér.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV