Bíll valt við árekstur

04.02.2020 - 16:56
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Tveggja bíla árekstur varð í Vatnagörðum í Reykjavík á fimmta tímanum. Annar bíllinn valt við áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ein manneskja flutt á slysadeild en var ekki með alvarlega áverka.

Ekki fengust upplýsingar um það hve margir voru í bílunum tveimur. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi