Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bíll valt er hann rann út af veginum í hálku

12.10.2019 - 09:34
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - Aðsend mynd
Bíll valt á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall, ofan Akureyrar á áttunda tímanum í dag. Tvennt var í bílnum, ökumaður og farþegi, og var það flutt á sjúkradeild til skoðunar með minniháttar áverka.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra var bíllinn kominn um hálfa leið upp fjallið þegar hann rann út af veginum í hálku og endaði á hvolfi utan vegar. 

Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega þar sem hálku getur gætt víða, sér í lagi á fjallavegum.

 

Katrín Ásmundsdóttir
dagskrárgerðarmaður