Bíll Rimu fannst við Dyrhólaey

27.12.2019 - 12:20
Mynd með færslu
 Mynd: Orri Örvarsson - Aðsend mynd
Hópur björgunarsveitarmanna leitar að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur á Suðurlandi í dag með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekkert hefur spurst til hennar frá því á föstudag. 

„Leitarhópar eru komnir af stað. Það er kominn hópur sem er að fara frá Dyrhólaey út að Jökulsá. Svo frá Vík og langleiðina að Álftaveri og það eru gönguhópar í Reynisfjalli. Svo erum við að meta það hvort hægt sé að setja gönguhópa í Kirkjufjöru. Það er vel mannað hjá okkur og við ætlum að leita sem mest,“ segir Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja. 

Bíll Rimu fannst á bílastæði við Dyrhólaey um helgina. „Við gátum látið hunda rekja slóð frá bílnum. Það var það eina sem við græddum á að hafa bílinn. Allir hundar sammála um hvert leiðin lá,“ segir Orri en svo er líklegast að Rima hafi farið í sjóinn. 
 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi