Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Bíll rann út í Jökulsárlón

30.09.2012 - 17:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Mannlaus fólksbíll rann út í Jökulsárlón á fjórða tímanum síðdegis. Bíllinn fór fljótt á kaf í lónið og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann talinn vera á miklu dýpi.

Bílnum hafði verið lagt á bílastæði við lónið þegar hann fór af stað en talið er að ekki hafi verið gengið rétt frá bílnum áður en gengið var frá honum. Bílinn er í eigu bílaleigu en erlendur ferðamaður, kona um fimmtugt, hafði afnot af honum.

Kanna á við háflóð í kvöld hvort mögulegt sé að ná bílnum upp úr lóninu en mikill straumur er á því svæði sem bílinn fór ofan í. Lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú við Jökulsárlón þar sem þeir meta aðstæður.