Biles heldur áfram að skrifa söguna

epa07917784 Simone Biles of USA competes in the Balance beam women's Apparatus Final at the FIG Artistic Gymnastics World Championships in Stuttgart, Germany, 13 October 2019.  EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Biles heldur áfram að skrifa söguna

13.10.2019 - 16:55
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles varð í dag sigursælasti fimleikamaður sögunnar á heimsmeistaramóti þegar hún vann til gullverðlauna á jafnvægisslá. HM í fimleikum fer fram í Stuttgart í Þýskalandi þessa dagana og hefur RÚV sýnt beint frá mótinu.

Biles náði í dag í sín 24. verðlaun á heims­meist­ara­móti og fór hún þar með framúr Vitali Scher­bo frá Sov­ét­ríkj­un­um og Hvíta-Rússlandi. Þetta voru 18. gullverðlaun Biles á HM í fimleikum.

Biles, sem vann fern gull­verðlaun og ein bronsverðlaun á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó de Janeiro fyr­ir þrem­ur árum, er því sam­tals með 29 verðlaun á HM og ÓL. Hana vant­ar fjögur verðlaun í viðbót til að ná Scher­bo í sam­an­lögðu á þess­um tveim­ur mót­um.