Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bílar festust í Bröttubrekku í nótt

28.10.2018 - 07:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Brattabrekka var lokuð vegna ófærðar í nótt. Björgunarsveitin Ósk í Búðardal kölluð út um klukkan fimm í nótt vegna tveggja bíla sem sátu fastir í snjóskafli. Búið er að losa bílana og ruðningsbíll frá Vegagerðinni er lagður af stað til að ryðja Bröttubrekku.

Björgunarsveitarmenn í Ósk voru einnig kallaðir út í nótt. Upp úr miðnætti fóru þeir af stað vegna lausamuna og þakplata sem losnuðu í rokinu sem gekk yfir Snæfellsnes í nótt. Að sögn björgunarsveitarmanna tók um tvo tíma að koma lausamununum í öruggt skjól.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV