Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bilaði í Keflavík eftir lendingu með veikan farþega

27.01.2020 - 09:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Farþegaþotu frá pólska flugfélaginu Lot Airlines var beint til lendingar á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Vélin var á leið frá Varsjá til New York

Mbl.is greindi fyrst frá. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um veikindi farþega um borð og því hafi vélinni verið beint til Keflavíkur. Ekki vildi betur til en svo að eftir lendingu kom í ljós bilun í vélinni og er hún enn í Keflavík.

Farþegum var komið áfram á áfangastað með öðrum flugfélögum.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV