
Biður Trump að hætta að ögra sér
I think that Crooked Hillary Clinton should enter the race to try and steal it away from Uber Left Elizabeth Warren. Only one condition. The Crooked one must explain all of her high crimes and misdemeanors including how & why she deleted 33,000 Emails AFTER getting “C” Subpoena!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2019
Trump sagði i færslunni að „hin óheiðarlega“ eins og hann kallar Clinton, eigi að bjóða sig fram gegn Elizabeth Warren. Hún sækist eftir því að vera forsetaefni Demókrata. Trump segir einnig í færslunni að fyrst þurfi Clinton að útskýra notkun á tölvupósti. Hún lá undir ámæli fyrir að hafa notað einkapósthólf sitt til að skrifa embættiserindi í tíð sinni sem utanríkisráðherra.
Joe Biden var talinn líklegastur til verða frambjóðandi Demókrata gegn Trump á næsta ári en samkvæmt skoðanakönnunun hefur fylgi við Warren aukist að undanförnu.
Clinton er fyrrum utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi og hefur að undanförnu gagnrýnt Trump harðlega eftir að fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti að rannsaka embættisfærslur hans varðandi símtal við Volodimir Zelensky, forseta Úkraínu í sumar. Í símtalinu bað Trump Zelensky að beita sér fyrir því að aftur yrði tekin upp rannsókn á úkraínsku gasfyrirtæki. Hunter Biden, sonur Joe Biden, sat í stjórn fyrirtækisins.