Biðja Flateyringa að fara sparlega með rafmagn

25.01.2020 - 20:32
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum í dag og firðirnir keyrðir á varaafli. Tengivirki Landsnets í Breiðadal varð spennulaust rétt fyrir klukkan fimm og því fór rafmagn af í Önundarfirði. 

Í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða kemur fram að mikil ófærð er á svæðinu og vonskuveður, en verið sé að skoða orsakir bilana. Á meðan megi búast við áframhaldandi rafmagnsleysi í Önundarfirði. Flateyringar sem enn hafa rafmagn eru beðnir um að fara sparlega með það.

Slökkvilið Dalabyggðar hefur svo aðstoðað starfsmenn Landsnets við að hreinsa seltu af tengivirki í Geiradal. Aðstæður á svæðinu hafa ekki verið góðar, en í tilkynningu Landsnets rétt fyrir klukkan 20 segir að notendur út frá spenninum í Geiradal ættu að vera komnir með rafmagn aftur.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi