Gott gengi fyrrverandi varaforsetans Joe Biden í forkjöri Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust virðist ætla að halda áfram. Kosið var í sex ríkjum í gær og hefur Biden þegar verið lýstur sigurvegari í þremur þeirra. Meðal þeirra er Michigan, sem er fjölmennast ríkjanna þar sem kosið var í gær.