Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Biden lýstur sigurvegari í þremur ríkjum af sex

epaselect Democratic presidential candidates Bernie Sanders (L) and Joe Biden (R) stand on stage during the tenth Democratic presidential debate at the Gaillard Center in Charleston, South Carolina, USA, 25 February, 2020. The South Carolina primary is scheduled for 29 February 2020.
Bernie Sanders og Joe Biden. Mynd: EPA-EFE - EPA
Gott gengi fyrrverandi varaforsetans Joe Biden í forkjöri Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust virðist ætla að halda áfram. Kosið var í sex ríkjum í gær og hefur Biden þegar verið lýstur sigurvegari í þremur þeirra. Meðal þeirra er Michigan, sem er fjölmennast ríkjanna þar sem kosið var í gær. 

Bernie Sanders vann öruggan sigur gegn Hillary Clinton í Michigan fyrir fjórum árum. Úrslitin í gær eru því nokkuð áfall fyrir framboð hans, eftir nokkuð öfluga kosningu í fyrstu ríkjunum. Biden hefur hins vegar vaxið ásmegin eftir góðan sigur í Suður-Karólínu. Í framhaldinu náði hann góðum árangri á ofur-þriðjudeginum í síðustu viku. Þeir frambjóðendur sem síðan hafa helst úr lestinni hafa svo flestir lýst yfir stuðningi við Biden.

Auk Michigan er búið að lýsa yfir sigri Bidens í Missouri og Montana. Enn hafa ekki borist tölur frá Norður-Dakóta, Idaho og Washingtonríki.