Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Betri kjörsókn kosningum í Danmörku en síðast

05.06.2019 - 17:01
epaselect epa07627549 A woman and two children enter the voting booth in Copenhagen, Denmark, 05 June 2019. Denmark is heading to the polls to elect a new parliament, the Folketing.  EPA-EFE/Martin Sylvest  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
Kosningaþátttaka í þingkosningunum í Danmörku var betri þegar tvær klukkustundir voru þar til kjörstöðum lokar, en árið 2015. Þrír fjórðu kosningabærra Dana hafa þegar greitt atkvæði í kosningunum, sem er töluvert meira en á sama tíma fyrir fjórum árum.

Klukkan 16 að íslenskum tíma höfðu 74,6 prósent Dana með kosningarétt greitt atkvæði. Á sama tíma í kosningunum árið 2015 höfðu 70,3 prósent greitt atkvæði.

Danska ríkissjónvarpið DR greinir frá. Kjörstöðum lokar klukkan sex að íslenskum tíma og þá má búast við að útgönguspár verði birtar. Fyrstu tölur verða svo sagðar skömmu síðar.

Kosningaúrslit ættu svo að liggja fyrir um miðnætti í Danmörku, þegar klukkan er farin að ganga ellefu í kvöld hér á Íslandi.