Bernie Sanders metur stöðu sína

epa07889304 (FILE) - Democratic candidate for United States President, Senator Bernie Sanders, pauses while taking a question from an audience member during a town hall meeting at Nashua Community College in Nashua, New Hampshire, USA, 03 September 2019 (reissued 02 October 2019). According to reports, Sanders is cancelling his campaing events following a surgery.  EPA-EFE/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bernie Sanders ætlar að meta stöðu sína eftir að hann laut í lægra haldi fyrir Joe Biden í þremur ríkjum í Bandaríkjunum í gær í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Biden hefur tryggt sér 11.47 kjörmenn á landsfundi flokksins sem til stendur að halda í sumar. Sanders er með 861 kjörmann. Næsta forval verður eftir að minnsta kosti þrjár vikur.

Faiz Shakir, kosningastjóri Sanders, segir í yfirlýsingu til bandarískra fjölmiðla að Sanders ætli á næstunni að ræða við stuðningsmenn sína og vega og meta hvort tilefni sé til að halda áfram baráttunni við Joe Biden.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi