Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Berjast gegn japönskum fegurðarstöðlum

Mynd með færslu
 Mynd: Chai

Berjast gegn japönskum fegurðarstöðlum

28.10.2019 - 15:38

Höfundar

Japanska stúlknasveitin CHAI er að brjóta blað í japanskri menningu. Þær koma fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem er haldin 6.-9. nóvember. Poppland heldur áfram daglegri umfjöllun sinni um listamenn hátíðarinnar og í dag verða þessar ungu japönsku stelpur teknar fyrir.

CHAI er fjögurra kvenna sveit frá Nagoya, Japan. Tvíburasysturnar Mana and Kana, ásamt Yuna and Yuuki, stofnuðu sveitina árið 2012. Þær voru saman í menntaskóla og stofnuðu sveitina eftir að hafa komið þar fram og sungið ábreiður frá Tokyo Jihen og Aiko.

CHAI gáfu út sína fyrstu plötu, PINK, árið 2017 og hún kom þeim á samning hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Burger Records ári síðar. Og þær gáfu út aðra plötu fyrr á þessu ári, plötuna PUNK.

Mana er aðalsöngkona hópsins en hinar syngja bakraddir. Mana leikur einnig á hljómborð, Kana á gítar, en Yuna og Yuuki eru trommu- og bassaleikarar. Mana og Kana semja flest lögin saman með appi í símanum sínum, þá syngur Mana og Kana spilar á gítarinn. Yuuki skrifar textana og saman fullklára þær svo lögin. 

Japanska rokksveitin Tokyo Jihen hafði snemma áhrif á tónlist þeirra og hvatti þær til að gæta þess að hvert lag sem þær gæfu út væri áberandi. Liðskonur CHAI nefna Basement Jaxx, Jamiroquai, Gorillaz og CSS sem nokkra af helstu áhrifavöldum þeirra. Þær eru þekktar fyrir áhugaverða framkomu, samstillt dansspor og klæðast göllum í stíl. 

Fyrsta platan þeirra, PINK varð fljótlega vinsæl og þær útskýrðu söguna á bak við titillinn í viðtali; „Liturinn bleikur virðist tengjast unglingsaldri, sérstaklega í Japan. Þú getur eiginlega ekki klæðst honum þegar þú hefur náð ákveðnum aldri,“ útskýra þær, „fólk lítur á þig eins og þú sért of gamall til að ganga í þessum lit, svo við snúum honum við, með eins konar uppreisnargjörnum hætti, til að sýna að það að klæðast bleiku er ekki bara sætt fyrir lítil börn, það skiptir ekki máli hversu gamall þú ert, þú getur klæðst bleikum lit á hvaða aldri sem er. Það er ekki bara sætur litur, það er flottur litur. Það sýnir styrk.“

Þær berjast gegn hefðbundnum fegurðarstöðlum sem lét ungu fólki líða hræðilega með eigin líkama með því að semja nýja möntru sem þær kalla „neo-kawaii.“ Hugmyndin var að endurheimta hugtakið „kawaii,“ sem í Japanar skilgreina þannig að hafa stór augu, mjótt andlit og langa fætur. Í staðinn leggur „neo-kawaii“ eða „nýtt krútt“ áherslu á persónueinkenni og sýnir öðru ungu fólki að það sem er sérstakt gerir þau sæt. „Við vorum sammála um þetta, svo við ákváðum að breyta þessu. Okkur er alveg sama um hefðbundna fegurðarstaðla. Við erum eins og við erum og við erum sátt við það, “segja þær í viðtali við Yes Plz Weekly. 

CHAI spila í fyrsta skipti á Iceland Airwaves í Valsheimilinu laugardaginn 9. nóvember kl. 21.25.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Neðanjarðardrottningin býður upp í dans

Tónlist

Semja lög um perverta og pólítík

Tónlist

Angurværar tregavísur um hinsegin ástir