CHAI er fjögurra kvenna sveit frá Nagoya, Japan. Tvíburasysturnar Mana and Kana, ásamt Yuna and Yuuki, stofnuðu sveitina árið 2012. Þær voru saman í menntaskóla og stofnuðu sveitina eftir að hafa komið þar fram og sungið ábreiður frá Tokyo Jihen og Aiko.
CHAI gáfu út sína fyrstu plötu, PINK, árið 2017 og hún kom þeim á samning hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Burger Records ári síðar. Og þær gáfu út aðra plötu fyrr á þessu ári, plötuna PUNK.
Mana er aðalsöngkona hópsins en hinar syngja bakraddir. Mana leikur einnig á hljómborð, Kana á gítar, en Yuna og Yuuki eru trommu- og bassaleikarar. Mana og Kana semja flest lögin saman með appi í símanum sínum, þá syngur Mana og Kana spilar á gítarinn. Yuuki skrifar textana og saman fullklára þær svo lögin.
Japanska rokksveitin Tokyo Jihen hafði snemma áhrif á tónlist þeirra og hvatti þær til að gæta þess að hvert lag sem þær gæfu út væri áberandi. Liðskonur CHAI nefna Basement Jaxx, Jamiroquai, Gorillaz og CSS sem nokkra af helstu áhrifavöldum þeirra. Þær eru þekktar fyrir áhugaverða framkomu, samstillt dansspor og klæðast göllum í stíl.