Mikil spenna er fyrir keppninni í kvöld en þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland kemst í úrslit.
Veðbankar reikna með því að Hatari lendi í sjötta sæti með fjögurra prósenta sigurlíkur. Langt er síðan Íslandi var spáð jafn góðu gengi í Eurovision en þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland kemst í úrslit.
Mestar líkur eru taldar á að framlag Hollendinga, Duncan Laurence með lagið Arcade, beri sigur úr býtum en líkt og fyrri ár er aldrei að vita hvað gerist á stóra kvöldinu.