Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Beint: Eurovision

Beint: Eurovision

18.05.2019 - 18:30

Höfundar

Lokakeppni Eurovision fer fram í kvöld í Tel Aviv og fylgjast má með henni í beinni á RÚV. Framlag Íslands til keppninnar er hljómsveitin Hatari með lagið Hatrið mun sigra og er hún 17. atriðið á svið.

Mikil spenna er fyrir keppninni í kvöld en þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland kemst í úrslit.

Veðbankar reikna með því að Hatari lendi í sjötta sæti með fjögurra prósenta sigurlíkur. Langt er síðan Íslandi var spáð jafn góðu gengi í Eurovision en þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland kemst í úrslit.

Mestar líkur eru taldar á að framlag Hollendinga, Duncan Laurence með lagið Arcade, beri sigur úr býtum en líkt og fyrri ár er aldrei að vita hvað gerist á stóra kvöldinu.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Búast við Hatara á svið um 20:20

Menningarefni

Halda upp á Eurovision með gimp í búri

Tónlist

„Við tjáum okkur ekki um lokaútspilið“

Tónlist

Fólkið á götunni bjartsýnt fyrir hönd Hatara