Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Bein útsending frá Iceland Airwaves

Bein útsending frá Iceland Airwaves

09.11.2019 - 19:00

Höfundar

Bein útsending frá hátindi dagskrár Iceland Aiwaves hátíðarinnar í ár. Fram koma Daði Freyr, Agent Fresco, CHAI, Vök og Of Monsters And Men í Valsheimilinu við Hlíðarenda.

 

Iceland Airwaves hátíðin hófst með pompi og prakt síðasta miðvikudag og springur út í kvöld. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og fer hún fram á hinum ýmsu tónleikastöðum í Reykjavík.

Rás 2 hefur farið mikinn í vikunni við að gera hátíðinni skil. Poppland hóf leika á fimmtudeginum frá Slippbarnum, Morgunútvarpið fylgdi því eftir í beinni útsendingu á föstudagsmorgninum  sem og þau Björg og Gísli Marteinn sem helltu upp á Morgunkaffið þar í morgun.

Yfirferðinni lýkur með stórtónleikum í beinni frá Valsheimilinu þar sem meðal annars hljómsveitin Of Monsters and Men kemur fram.