Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bandarískir hermenn aftur til Sádi-Arabíu

20.07.2019 - 02:05
epa04920516 United States Air Force F-15 fighters jets are parked at the MH 59. Szentgyorgyi Dezso Air Base in Kecskemet, 85 kms southeast from Budapest, Hungary, 08 September 2015. Four fighters of the US Airforce will remain in Kecskemet for two weeks
Flest brot voru tilkynnt innan flughersins, eða hátt í 9.000 Mynd: EPA
Bandaríski herinn hóf í júní að flytja hundruð hermanna og tækjabúnað til Prince Sultan herstöðvarinnar í Sádí-Arabíu en 15 ár eru síðan bandarískir hermenn voru síðast í landinu. Þetta er að sögn gert til að mæta vaxandi ógn frá Íran.

Ríkisfjölmiðill Sádi-Arabíu SPA greindi frá því í gær að konungur landsins, Salman bin Abdulaziz Al Saud, hefði heimilað komu bandaríska hersins til landsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti þetta í tilkynningu og þar kemur fram að um sé að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir í ljósi tilvonandi og trúverðugrar ógnar á svæðinu. Þykir ljóst að þar sé verið að vísa til vaxandi spennu milli Bandaríkjamanna, Sáda og bandamanna þeirra og Írans.

epa07613680 A handout photo made available by the Saudi Royal Court shows Saudi King Salman bin Abdulaziz Al Saud during the Gulf Cooperation Council (GCC), in Mecca, Saudi Arabia, 30 May 2019. Saudi Arabia is holding an emergancy GCC meeting to discuss the developments regarding Iran.  EPA-EFE/Bandar al-Galoud / Saudi Royal Court HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Salman konungur í Mekka í gær. Mynd: EPA-EFE - Saudi Royal Court
Salman bin Abdulaziz Al Saud konungur Sádi-Arabíu.

Talið er að meira en fimm hundruð hermenn, einkum úr bandaríska flughernum, verði á næstunni fluttir til Sádi-Arabíu. Orrustuþotur og Patriot-eldflaugavarnarkerfi eru meðal þess vopnabúnaðar sem flutt verður þangað.

Að sögn tveggja bandarískra embættismanna sem NBC ræddi við er um varnarviðbúnað að ræða en viðurkenndu þó að vopnin mætti einnig nota til árása.

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu heimiluðu bandaríska hernum að reisa herstöðvar í landinu í Persaflóastríðinu 1991 en í kjölfar innrásar Bandaríkjanna í Írak árið 2003 var allt bandarísk herlið flutt frá landinu.