Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Bandaríski flugherinn gerði loftárásir á Hezbollah

epa03596356 (FILE) A handout file photo taken on 23 April 2009 and released by the US Air Force shows a F-35 Lightning II fighter jet flying over Eglin Air Force Base, in Florida, USA. The US military on 22 February 2013 grounded all flights by its F-35 jets after a crack was found in the engine of one of the planes at Edwards Air Force Base in California, the Pentagon said. Engineers sent the cracked engine part to manufacturer Pratt & Whitney for tests.  EPA/US AIR FORCE/HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA - EPA FILE
Bandaríski flugherinn gerði í dag loftárásir í Írak og Sýrlandi á skotmörk tengdum írösku hryðjuverkasamtökunum Kata'ib Hezbollah sem njóta stuðnings Írans. Er þetta gert vegna meintrar ábyrgðar samtakanna á árás á íraska herstöð þar sem bandarískur verktaki féll.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu.

Þar segir að loftárásir hafi verið gerðar á fimm skotmörk tengdum samtökunum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari árásir gegn íraska hernum og bandarískum þegnum. Tvenn þeirra voru í Sýrlandi og þrenn í Írak, meðal annars vopnageymslur og stjórnstöðvar.

Á föstudaginn var gerð eldflaugaárás á íraska herstöð í Kirkuk en það er olíuríkt hérað norður af höfuðborginni Baghad. Eldflaugarnar lentu á skotfærageymslu sem sprakk í loft upp með þeim afleiðingum að verktakinn lést og fjórir aðrir Bandaríkjamenn særðust, ásamt tveimur Írökum.

Stjórnvöld í Washington lýstu því yfir fyrir skömmu að vænta væri harðra aðgerða gegn þeim sem bera ábyrgð á vaxandi fjölda árása gegn hagsmunum þeirra í Írak. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásunum en Bandaríkjamenn kenna Írönum um.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV