Bandarískar sveitir skilgreindar hryðjuverkasveitir

07.01.2020 - 08:27
Erlent · Asía · Bandaríkin · Írak · Íran
epa08104224 A handout photo made available by the Iranian Parliament officials news agency shows Iranian lawmakers chanting 'death to America' while raising their clenched fists during a parliament session Tehran, Iran, 05 January 2020. The Pentagon announced that Iran's Quds Force leader Qasem Soleimani and Iraqi militia commander Abu Mahdi al-Muhandis were killed on 03 January 2020 following a US airstrike at Baghdad's international airport. The attack comes amid escalating tensions between Tehran and Washington.  EPA-EFE/ICANA NEWS AGENCY HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Frá þingfundi í Teheran í fyrradag, 5. janúar. Mynd: EPA-EFE - ICANA NEWS AGENCY
Þingið í Íran samþykkti í morgun frumvarp til laga þar sem kveðið er á um að allar hersveitir Bandaríkjamanna verði skilgreindar sem hryðjuverkasveitir.

Þar segir enn fremur að allir bandarískir hermenn, starfsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins og skildar stofnanir, herforingjar og leyniþjónustumenn og þeir sem fyrirskipað hafi árásina á íranska herforingjann Qasem Soleimani skuli skilgreindir sem hryðjuverkamenn.

Þingið samþykkti einnig að auka fjárframlög framlög til Quds-sveitanna í Íranska byltingarverðinum sem Soleimani stýrði. Í morgun var komið með líkamsleifar Soleimanis til heimabæjar hans Kerman, þar sem hann verður jarðsettur í dag.