Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bandaríkin og Talíbanar undirrituðu friðarsamkomulag

29.02.2020 - 13:42
U.S. peace envoy Zalmay Khalilzad, left, and Mullah Abdul Ghani Baradar, the Taliban group's top political leader sign a peace agreement between Taliban and U.S. officials in Doha, Qatar, Saturday, Feb. 29, 2020. The United States is poised to sign a peace agreement with Taliban militants on Saturday aimed at bringing an end to 18 years of bloodshed in Afghanistan and allowing U.S. troops to return home from America's longest war. (AP Photo/Hussein Sayed)
 Mynd: APimages
Eftir samningaviðræður í tvö ár hafa Bandaríkin og Talibanar undirritað friðarsamkomulag sem á að binda enda á lengsta stríð sem Bandaríkin hafa háð. Bandaríkin og önnur NATO-ríki stefna á að draga allt herlið frá Afganistan á næstu 14 mánuðum.

Samkomulagið er sagt sögulegt. Það var undirritað í Doha í Katar nú um hádegisbil. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var viðstaddur undirritunina en Mark Esper varnarmálaráðherra fór til Kabúl þar sem hann og Ashraf Ghani, forseti Afganistan, halda sameiginlegan blaðamannafund ásamt Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO. 

Samkvæmt samkomulaginu ætla Bandaríkin og aðrar NATO-þjóðir að draga allt herlið frá Afganistan á næstu fjórtán mánuðum ef Talíbanar standa við samkomulagið. Um 14.000 bandarískir hermenn eru í landinu og 17.000 frá 39 öðrum NATO-ríkjum. Talíbanar heita því að ráðast ekki gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra og að leyfa ekki al-Qaeda eða öðrum öfgahópum að starfa á þeirra yfirráðasvæði. Lítið annað er vitað um samkomulagið að svo stöddu. 

epa08258799 NATO Secretary General Jens Stoltenberg attends a joint press conference with Afghan President Ghani and US Secretary of Defense Esper on the declaration of a peace deal to be signed between the USA and the Taliban, at the presidential palace in Kabul, Afghanistan, 29 February 2020. The US and the Taliban are set to sign a peace deal in Doha, Qatar after an experimental truce and week-long reduction in violence in the country.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jens Stoltenberg er staddur í Kabúl í Afganistan.

Vonir standa til að samkomulagið leiði til þess að Talíbanar og stjórnvöld í Afganistan hefji viðræður sín á milli. En í Afganistan er yfirlýsingum um friðarsamkomulag tekið með fyrirvara. Það væri nær að kalla þetta undanfara friðarviðræðna fyrir afgönsku þjóðina, segir Andrew Watkins sérfræðingur í málefnum Afganistans í viðtali við Aljazeera. 

Löng saga átaka

Ástandið í landinu er afar bágborið, meira en helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Fá ríki eiga lengri sögu átaka en Afganistan í nútímasögu. 1979 réðust Sovétríkin inn í landið og þá hófst tíu ára stríð. Strax í kjölfarið árið 1989 braust út borgarastyrjöld, innbyrðis átök hafa geisað allar götur síðan. 

Í október 2001 hófst svo innrás Bandaríkjahers í Afganistan. Eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnanna í New York ellefta september sama ár krafðist George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þess að Talíbanar, sem þá réðu ríkjum í Afganistan, framseldu Osama Bin Landen sem hafði verið í felum í landinu í nokkur ár. Því var hafnað og sjöunda október hófst innrásin og nú rúmum átján árum síðan gæti stríð Bandaríkjanna í Afganistan verið á enda. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

epa02594796 Afghan men gather around the bodies of the victims of a suicide bomb attack in Imam Saheb district of Kunduz, northern Afghanistan, 21 February 2011. A suicide bomb attacker detonated explosives strapped to his body at a local statistics
Ýmsar hernaðaraðgerðir í Afganistan á liðnum árum þykja orka tvímælis. Mynd: EPA
Afganska þjóðin hefur þurft að þola áratugi af átökum og stríði.