
Bandaríkin loka á flug frá Evrópu í 30 daga
Trump sagði Evrópuríki eiga í erfiðleikum með að takast á við veiruna þar sem þau hafi ekki lokað á flug frá Kína nógu snemma. COVID-19 sjúkdómurinn á rætur sínar að rekja til Wuhan í Kína. Trump sagði bandarísk yfirvöld vera að standa sig betur við að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur sjúkdómnum, en smit hafi borist til Bandaríkjanna frá evrópskum ferðamönnum. Trump sagði einnig í ávarpinu að bannið ætti bæði við um ferðir fólks og viðskipti við Evrópuríki, en leiðrétti það síðar á Twitter og sagði bannið aðeins eiga við um fólk.
Hoping to get the payroll tax cut approved by both Republicans and Democrats, and please remember, very important for all countries & businesses to know that trade will in no way be affected by the 30-day restriction on travel from Europe. The restriction stops people not goods.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 12, 2020
Trump beindi þeim tilmælum til eldra fólks að reyna að forðast ferðalög. Hann sagði eldra fólk verða að fara varlega, og kallaði eftir því að dvalarheimili lokuðu á aðrar heimsóknir en frá heilbrigðisþjónustum. Þá ítrekaði hann að hættan af völdum COVID-19 sé verulega lítil fyrir mikinn meirihluta Bandaríkjamanna.
Bandaríkjaforseti sagði enga hættu á fjármálakreppu. Þetta væri vandamál sem eigi eftir að standa yfir í stuttan tíma. Hann kynnti áætlanir um neyðaraðgerðir til þess að aðstoða starfsmenn sem verða af launum við að smitast. Eins sagðist hann búinn að biðja þingið um að losa um 50 milljarða bandaríkjadala í lánasjóð fyrir smærri fyrirtæki. Þá kallaði forsetinn eftir tafarlausum niðurskurði á tekjuskatti.
The action @POTUS is taking to deny entry to foreign nationals who have been in coronavirus-affected areas will keep Americans safe & save lives. These are not easy decisions but they are required. I will issue guidance within 48 hours outlining details.https://t.co/KYXE7JKswC pic.twitter.com/zgi6r5FoZq
— Acting Secretary Chad Wolf (@DHS_Wolf) March 12, 2020
Á vef heimavarnarráðuneytisins segir að bannið eigi við um Schengen-ríki. Bannið á ekki við um þá sem eru með lögheimili í Bandaríkjunum eða ættingja bandarískra ríkisborgara. Bannið á hins vegar við um alla aðra sem hafa verið í einhverju Schengen-landanna fjórtán dögum fyrir ferð sína til Bandaríkjanna. Schengen-ríkin eru: Austurríki, Belgía, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.
Bandaríska utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem Bandaríkjamenn eru hvattir til þess að endurskoða áform sín um utanlandsferðir. Mörk ríki séu farin að grípa til aðgerða á borð við sóttkví.
Global Health Advisory: Reconsider travel abroad due to global impact of COVID-19. Many areas worldwide are now taking actions including quarantines and border restrictions. Even areas where cases have not been reported may restrict travel without notice. https://t.co/wv8XzI1Cg0 pic.twitter.com/QP4PVBekhs
— Travel - State Dept (@TravelGov) March 12, 2020