Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Axl Rose til liðs við AC/DC

epa04161199 US singer Axl Rose of US rock band Guns N' Roses performs during a concert in Asuncion, Paraguay, 09 April 2014.  EPA/ANDRES CRISTALDO
 Mynd: EPA - EFE

Axl Rose til liðs við AC/DC

17.04.2016 - 06:09

Höfundar

Ástralska rokkhljómsveitin AC/DC tilkynnti í gær að Axl Rose, söngvari Guns N' Roses, taki að sér að syngja á tónleikaferð sveitarinnar á komandi mánuðum í stað Brian Johnson sem er að missa heyrnina. Hann mun þreyta frumraun sína með hljómsveitinni þegar hún hefur tónleikaferð sína um Evrópu í Lissabon í Portúgal 7. maí.

Að Evrópuför AC/DC lokinni heldur Rose aftur til félaga sinna í Guns N' Roses sem spilaði á Coachella tónlistarhátíðinni í Kaliforníu í gær. Þeir tónleikar marka endurkomu þriggja upprunalegra meðlima hljómsveitarinnar, Rose, gítarleikarans Slash og bassaplokkarans Duff McKagan.

Í tilkynningu AC/DC þakka þeir Johnson fyrir árin sem hann gaf hljómsveitinni og óska honum all hins besta. Hann gekk til liðs við sveitina eftir að Bon Scott lést úr ofdrykkju árið 1980.

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Uppselt á endurkomu Guns N' Roses