Að Evrópuför AC/DC lokinni heldur Rose aftur til félaga sinna í Guns N' Roses sem spilaði á Coachella tónlistarhátíðinni í Kaliforníu í gær. Þeir tónleikar marka endurkomu þriggja upprunalegra meðlima hljómsveitarinnar, Rose, gítarleikarans Slash og bassaplokkarans Duff McKagan.
Í tilkynningu AC/DC þakka þeir Johnson fyrir árin sem hann gaf hljómsveitinni og óska honum all hins besta. Hann gekk til liðs við sveitina eftir að Bon Scott lést úr ofdrykkju árið 1980.