Aukin hætta á skriðum og grjóthruni

10.08.2019 - 18:24
Grjóthrun, væntanlega eftir jarðskjálftahrinu við Fögrudalsfjöll á Reykjanesskaga 26. júlí 2017.
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Búist er við talsverðri eða mikilli úrkomu á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum á morgun og á mánudag. Þessu getur fylgt aukin hætta á skriðum og grjóthruni auk vatnavaxta. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að viðvaranir séu enn í gildi vegna vinds á norðan- og austanverðu landinu og slyddu eða snjókomu á hálendi og fjallavegum. Fólki er bent á að hafa varann á.

Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá að gular viðvaranir vegna veðurs eru í gildi á stærstum hluta landsins á morgun og mánudag. 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi