Aukið álag í fárviðrinu en engar bilanir

13.12.2019 - 20:33
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Engar bilanir urðu hjá Landsvirkjun í fárviðrinu í vikunni. Í kjölfar óveðursins urðu þó ístruflanir við Laxárstöðvar. „Nokkurt álag var á starfsfólk vegna truflana sem urðu á flutningi raforku frá aflstöðvum okkar,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Þar segir að tekist hafi að virkja viðbragðsáætlanir í tæka tíð og gera ráðstafanir, svo sem með því að tryggja viðveru í aflstöðvum. „Starfsemin gekk heilt yfir vel við þessar erfiðu aðstæður.“

Þá segir að fjarskipti Landsvirkjunar hafi að mestu verið í lagi. Þau fara um fjarskiptakerfi Orkufjarskipta, sem er í jafnri eigu Landsnets og Landsvirkjunar. Truflanir hafi þó orðið á tetra-samskiptum við Blöndustöð.

 

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi