Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Auglýsing SAS veldur uppnámi

13.02.2020 - 12:14
Erlent · Danmörk · Noregur · Svíþjóð · Evrópa
epa07529648 SAS airplanes on a tarmac at the Oslo Gardermoen airport during SAS Scandinavian airlines pilots strike in Oslo, Norway, 26 April 2019. Hundreds of SAS Scandinavian airlines pilots from Norway, Sweden and Denmark went on strike after talks on wage failed. According to reports, some 170,000 travellers can be affected with cancelled or delayed flights during the weekend.  EPA-EFE/OLE BERG RUSTEN NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB SCANPIX
Auglýsing sem var gerð fyrir flugfélagið SAS hefur fengið harða gagnrýni, ekki síst frá frá þjóðernissinnum, og hafa sumir hótað að sniðganga fyrirtækið. Sprengjuhótun barst auglýsingastofunni sem gerði hana.

Það var dönsk auglýsingastofa, & Co., sem gerði auglýsinguna og þykir mörgum þar vegið að sögu og menningu Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur.

Auglýsingin hefst með spurningu: Hvað er raunverulega Skandinavískt? Nákvæmlega ekkert. Allt er eftirlíking.

Fullyrt er meðal annars að margt sem dæmigert sé fyrir löndin þrjú eigi sér uppruna annars staðar, þannig séu sænskar kjötbollur upprunnar í Tyrklandi, danska smurbrauðið í Hollandi og fæðingarorlof í Sviss.

Auglýsingin vakti hörð viðbrögð í flokkum þjóðernissinna, þannig sagðist Richard Jomshof, ritari Svíþjóðardemókrata, ætla að sniðganga SAS í framtíðinni og Sören Espersen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, tók í sama streng.

Auglýsingin var tekin úr umferð á samfélagsmiðlum í stutta stund í gær, en birtist síðan aftur í breyttri mynd. 

Í morgun var lögregla send að húsakynnum auglýsingastofunnar vegna sprengjuhótunar sem barst skömmu áður, en engin sprengja fannst.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV