Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Auglýsa eftir fólki til þess að leysa bændur af

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna nú að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur, vegna COVID-19 veirunnar. Óskað er eftir fólki á viðbragðslista sem er tilbúið til þess að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, komi til þess að bændur smitist af veirunni.

„Afleysingin er fyrst og fremst miðuð að því að mæta þörfum einyrkja í landbúnaðarframleiðslu en ekki til að sinna sérhæfðari störfum á stærri búum. Bent er á nauðsyn þess að bændur hafi aðgengilega vinnuhandbók komi til þess að kalla þurfi til afleysingu á búinu,“ segir í tilkynningu á vef Bændasamtakanna.

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið [email protected].