Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Átta heilandi hugleiðslur fyrir sóttkvína

Mynd með færslu
 Mynd: yischon - Flickr

Átta heilandi hugleiðslur fyrir sóttkvína

21.07.2021 - 10:25

Höfundar

Smit hafa greinst víða um land síðustu daga sem þýðir að margir landsmenn þurfa að hliðra áformum um mannamót og ferðalög og halda sig heima í sóttkví eða einangrun. Til að stytta sér stundir er tilvalið að fara í hugarferðalag í fjöruna eða um borð í loftbelg með hugleiðsluæfingum Lótushúss.

Að gefnu tilefni endurbirtum við vel valdar hugleiðslur frá Lótushúsi sem aðstoða fólk við að tæma hugann og styrkja andlega heilsu í heimavistinni, sem kannski var ekki á dagskrá. Með hverri hugleiðslu eru mismunandi áherslur svo hvort sem fólki líður best í blómlegri náttúrunni að róla sér, á bát á lygnu vatni eða leitar þess einfaldlega að finna ljósið innra með sér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Lótushús býður einnig reglulega upp á beinar hugleiðsluútsendingar og halda úti appi sem hægt er að hlaða niður í snjalltæki og þar má finna fjölbreytta hugleiðslu.

Tíkin og hvolparnir

Ritstjórn menningarvefs RÚV mælir einnig með þessu beina streymi af tík í Maryland sem nýlega eignaðist hvolpa. Hún er í beinni útsendingu allan sólarhringinn og hefur litlar áhyggjur af COVID-19.


Mynd: - / Wikimedia commons

Eikartréð

Í eikartrénu er athyglinni beint inn á við og sjálfið verður sem stórt og voldugt eikartré með gildan bol og laufgaðar greinar. Ræturnar svo sterkar og rótfastar að það er sama hve miklir stormar og óveður geisa í umhverfinu, tréð stendur allt af sér.


Mynd:  / 

Loftbelgurinn

Hugurinn fer á friðsælt flug í þessari hugleiðslu þar sem huganum er beint inn í loftbelg sem lyftist hægt og rólega upp í bláan himininn. Hlustandinn upplifir frelsi og léttleika þegar hann horfir niður og sér líf sitt eins og úr fjarlægð. Úr þeirri fjarlægð virðast öll vandamál lítil og smávægileg. Þegar takinu er sleppt af öllu sem íþyngir fyllist hugarheimurinn af frelsi.


Mynd: - / publicdomainpictures

Báturinn

Hlustandinn ferðast út í fjöru, horfir á öldurnar flæða að og frá og hlýðir á róandi ölduniðinn. Í fjörunni er bátur sem er að leggjast við landfestar. Í bátinn setur hlustandi alla spennu og kvíða. Sleppir svo og ýtir honum mjúklega frá landi. Horfir á eftir bátnum hverfa út í fjarlægðina.


Mynd: - / Wikipedia

Stöðuvatn hugans

Fullkomin hugleiðsla til að vinna bug á eirðarleysi. Hugurinn er hér sem spegilslétt stöðuvatn. Ef einhverjar gárur eru á yfirborðinu er þess beðið rólega að þær fjari út. Hugurinn er kyrr og spegilsléttur. Engin hreyfing, engin hljóð. Aðeins óendanleg friðsæld og kyrrð.


Mynd: Pixabay / Pexels

Innri hvíld

Gefum okkur stutta stund til að stíga út úr amstri dagsins og finna innri kyrrð. Í þessari hugleiðslu er fókusinn á andardráttinn og skynfærin fá kærkomna hvíld.


Mynd: pexels / skitterphoto

Gleði

Í þessari hugleiðslu gefst tækifæri til að rifja upp tilþrifin á róluvellinum. Hlustandi ferðast í huganum inn í litríkan blómagarð, sest í rólu og hefur sig á flug. Kvíði og áhyggjur flæða burt með hverri sveiflu.


Hér er loks hægt að fylgjast með fílum, gíröffum og flóðhestum í Kenýa í beinni útsendingu, hafa það náðugt og stunda innri íhugun.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Óþarfi að bjóða slæmum hugsunum í kaffi og mat