Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ásmundur Einar hættir á þingi

20.08.2016 - 17:59
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, ætlar ekki að bjóða sig fram í alþingiskosningunum í haust. Þetta tilkynnti Ásmundur á kjördæmisþingi flokksins í Norðvesturkjördæmi og á Facebook síðu sinni í dag.

Ásmundur Einar er átjándi þingmaðurinn sem nú situr á þingi sem tilkynnt hefur að hann hyggist ekki bjóða sig fram. 

milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV