Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Áslaug Arna boðar til blaðamannafundar um lögregluna

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í dag klukkan 13. Á fundinum ætlar hún að fjalla um málefni lögreglunnar.

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að Áslaug Arna fari stuttlega yfir efnið.

Málefni ríkislögreglustjóra hafa verið borði Áslaugar Örnu í dómsmálaráðuneytinu síðan hún tók við sem ráðherra í haust. Hún boðaði fljótlega skipulagsbreytingar innan lögreglunnar. Það hefur verið til skoðunar innan ráðuneytisins að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglumenn og lögreglustjórar hafa lýst óánægju sinni með störf Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Þá hefur dómsmálaráðuneytið ákveðið að framganga Haraldar hafi verið ámælisverð þegar hann andmælti umfjöllun fjölmiðla um efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.