Ása Ólafsdóttir metin hæfust

17.02.2020 - 22:44
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/HÍ - Samsett mynd
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt mat Ásu Ólafsdóttur prófessor hæfasta úr hópi umsækjenda. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir komu næst henni. Velja á tvo dómara sem verða settir í embætti. Það er vegna þess að Jón Finnbjörnsson og Ásmundur Helgason fóru í leyfi síðasta sumar vegna Landsréttarmálsins.

Átta sóttu um embættin tvö en einn, Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, dró umsókn sína til baka. Eftir stóðu Ása, Ástráður, Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari, Hildur Briem héraðsdómari, Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari og Sandra. 

Umsögn dómnefndar er aðgengileg á vef dómsmálaráðuneytisins.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV