Þættirnir hófu göngu sína á bresku sjónvarpsstöðinni ITV2 árið 2015. Vinsældirnar náðu litlum hæðum fyrstu árin en það var í þriðju seríu sem margir fóru að bíta á agnið. Áhorf á fjórðu seríuna óx síðan hratt og fólk utan Bretlands fór að skemmta sér yfir ástarleik eyjaskeggjanna. Vinsældirnar urðu reyndar svo miklar að í dag hafa þættir með sama sniði verið framleiddir víðar um heim. Það verður þó að nefnast að það er töluverð skuldbinding horfa á þættina enda er um að ræða einn 50 mínútna þátt á dag, sex daga vikunnar.
Í grófum dráttum ganga þættirnir út á að finna ástina. Tíu einstaklingar eða „eyjaskeggjar“ (e. islanders) hefja ferðalagið, ótengdir umheiminum í stórglæsilegri villu á Mallorca. Fimm karlar og fimm konur eru látin para sig saman og svo byrjar ballið. Einhverjir detta í lukkupottinn og halda saman alla seríuna en aðrir eru ekki svo heppnir. Enginn þarf þó að örvænta því fljótlega eftir fyrstu „pörunina“ (e. recoupling) mæta fleiri „eyjaskeggjar“ á svæðið til að hræra upp í hlutunum.