Aron Can beint í efsta sæti tónlistans

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Aron Can beint í efsta sæti tónlistans

07.06.2018 - 15:18

Höfundar

Platan Trúpíter með Aron Can trónir á toppi Tónlistans yfir mest seldu og streymdu plötur á Íslandi sína fyrstu viku á lista. Þetta er þriðja breiðskífa Arons en hinar tvær fyrri voru einnig sigursælar á listanum. Í öðru sæti situr Afsakið hlé með JóaPé & Króla og Litlir svartir strákar með Loga Pedro sem var á toppnum í síðustu viku fellur niður í þriðja sætið.

Trúpíter er plata vikunnar á Rás 2 en hér eru 40 vinsælustu plötur landsins þessa vikuna.

Tónlistinn er unninn af Félagi Hljómplötuframleiðenda og inniheldur sölutölur síðastliðinnar viku í verslunum Hagkaupa, Pennans / Eymundsson, 12 Tóna, Smekkleysu plötubúð, Samkaupa, Kaupfélags Skagfirðinga, Lucky Records, Reykjavík Record Shop, Vefverslun Record Records, Heimkaupa og Tónlist.is. Einnig er tekið mið af heildarspilun platna á Spotify og sú spilun umreiknuð í seld eintök samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.