Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs

13.08.2019 - 14:41
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Árni Pétur Jónsson hefur verið ráðinn forstjóri Skeljungs. Hann tekur við starfinu af Hendrik Egholm sem sagði upp fyrr í sumar.

Árni Pétur lauk námi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og hefur yfirgripsmikla reynslu af viðskiptum, að því er segir í tilkynningu frá Skeljungi. Hann var framkvæmdastjóri Teymis hf. þegar það var skráð í Íslensku kauphöllina og hefur verið framkvæmdastjóri Olís og Haga. Þá hefur hann verið framkvæmdastjóri 10/11, Iceland og Basko en seldi hlut sinn 2016.

Árni hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem Lyfju, Securitas, Skeljungs, Pennans, Borgunar og Eldum rétt. Þá hefur hann einnig komið að stjórnun símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og sömuleiðis hjá Bónus í Færeyjum.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi