Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Arnar og Eiður Smári taka við U21

Mynd með færslu
 Mynd:

Arnar og Eiður Smári taka við U21

04.01.2019 - 09:55
KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar í Laugardalnum í dag þar sem nýtt þjálfarateymi U21 árs landsliðsins verður kynnt. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar RÚV munu þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen taka við liðinu.

Eyjólfur Sverrisson hefur verið þjálfari U21 árs landsliðsins frá árinu 2009 ásamt Tómasi Inga Tómassyni. 

Arnar Þór Viðarsson verður aðalþjálfari U21-liðsins en Arnar hefur verið aðstoðarþjálfari Lokeren í Belgíu undanfarin ár. Eiður Smári verður Arnari til aðstoðar en þetta verður hans fyrsta þjálfarastarf.