Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Árásarmaður handtekinn við Ýmishúsið

01.06.2016 - 11:58
Mynd með færslu
 Mynd: Alma Ómarsdóttir - RÚV
Karlmaður, sem mótmælti útburði Menningarseturs múslima úr Ýmishúsinu í morgun, var handtekinn eftir að hann veittist að talmanni Stofnunar múslima, sem krafðist útburðarins, með steypustyrktarjárni. Sýslumaður neitaði menningarsetrinu um frest á útburðinum, og verða húsgögn setursins borin út í dag.

Upp kom pattstaða við Menningarsetrið í dag eftir að héraðsdómur samþykkti útburðarbeiðni Stofnunar múslima. Ýmishúsið er í eigu Stofnunar múslima. 

Mynd með færslu
 Mynd: Alma Ómarsdóttir - RÚV

Tíu til fimmtán manns söfnuðust saman fyrir utan Menningarsetrið og neituðu fulltrúum sýslumanns um aðgang. Sýslumaður kallaði eftir aðstoð lögreglu og lásasmiðs. Upphófust samningaviðræður eftir það.

Mynd með færslu
 Mynd: Alma Ómarsdóttir - RÚV

Ahmad Sedeeq, imam Menningarsetursins, ætlar að una úrskurði héraðsdóms um útburð. Flutningabíll er kominn á staðinn til að fjarlægja húsgögn Menningarsetursins. Ýmishúsinu verður læst eftir að útburði er lokið. Málinu hefur verður áfrýjað til Hæstaréttar.