Appelsínugul viðvörun gefin út

03.01.2020 - 11:01
Mynd með færslu
 Mynd: vedur.is
Veðurstofan hefur gefið út appelsíungula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið fyrri part morgundags.

Spáð er suðaustan stormi með allt að 25 metrum á sekúndu með snjókomu og síðan slyddu. Vindhviður geta orðið mjög hvassar eða varhugaverðar við fjöll, svo sem á Kjalarnesi, norðanverðu Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum þar sem hviður geta náð allt upp í 40 metra á sekúndu.

Búast má við samgöngutruflunum og fólki bent á að sýna varkárni og fresta ferðalögum fram yfir gildistíma viðvöruninnar. Annars staðar á landinu, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er gul viðvörðun í gildi. Er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Magnús Geir Eyjólfsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi