Annir hjá hálendisvakt björgunarsveita

08.07.2019 - 16:43
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Mikið hefur verið að gera undanfarna daga hjá þeim hópum sem sinna hálendisvakt björgunarsveita. Á þriðja tímanum í dag var tilkynnt um slasaðan göngumann á Laugavegi sunnan við Hrafntinnusker.

Björgunarfólk er komið að manninum og búið er að hlúa að honum. Bera þarf manninn um fjögurra kílómetra leið að jeppa, sem ekur honum til móts við sjúkrabíl. Maðurinn er líklega fótbrotinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hálendisvaktinni. 

Í gærkvöld var leitað að konu sem villst hafði í þoku nálægt Öskjuvatni á hálendinu norðan Vatnajökuls. Á svæðinu var vægt frost og snjókoma. Björgunarmenn fundu konuna fljótt og komu henni í skála við Drekagil, þar sem hún fékk aðhlynningu. 

tryggvidg's picture
Tryggvi Dór Gíslason
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi