Annar piltanna útskrifaður af spítala

Mynd með færslu
 Mynd: Dagný - RÚV
Annar piltanna tveggja, sem voru fluttir á gjörgæsludeild eftir slys í Hafnarfjarðarhöfn 17. janúar, er kominn heim eftir dvöl á Landspítala. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Þrír piltar voru í bíl sem fór í höfnina. Einn komst af sjálfsdáðum út úr bílnum en hinum var bjargað af kafarasveit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir tveir síðarnefndu voru fluttir á gjörgæsludeild og sagði í tilkynningu frá lögreglu, daginn eftir slysið, að ástand þeirra væri alvarlegt. 

Fréttablaðið hefur eftir Rósu Kristjánsdóttur, djákna á Landspítala, að annar þeirra sé nú kominn heim og að hinn hafi verið fluttur á Barnaspítala Hringsins. 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi