Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Annar höfunda Ástríks látinn

epa03233423 French cartoonist Albert Uderzo visits the exhibition 'Asterix and the Celts' at Voelklinger Huette in Voelklingen, Germany, 24 May 2012. Uderzo and Rene Goscinny created the Asterix comic strip.  EPA/OLIVER DIETZE
Albert Uderzo á sýningu um Ástrík og félaga í Þýskalandi árið 2012. Mynd: EPA - DPA

Annar höfunda Ástríks látinn

24.03.2020 - 09:34

Höfundar

Frakkinn Albert Uderzo, annar höfunda teiknimyndasagnanna um Ástrík, er látinn 92 ára að aldri. Uderzo skóp fígúrurnar Ástrík og Steinrík og félaga þeirra í samvinnu við landa sinn René Goscinny. 

Fyrsta sagan var gefin út árið 1959. Uderzo teiknaði, en Goscinny skrifaði söguna. Þannig hélt samstarf þeirra áfram þangað til Goscinny lést árið 1977. Uderzo hélt þá áfram einn síns liðs, þar til hann seldi höfundarréttinn árið 2009 og aðrir tóku við.