Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Angela Merkel kemur til landsins í dag

19.08.2019 - 07:15
German Chancellor Angela Merkel, right, and the Prime Minister of Iceland, Katrin Jakobsdottir, left, address the media during a statement as part of a meeting at the chancellery in Berlin, Germany, Monday, March 19, 2018. (AP Photo/Michael Sohn)
 Mynd: AP
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kemur til landsins í dag til að funda með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Merkel verður síðan sérstakur gestur á árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna á morgun.

Þetta er í þriðja sinn sem Merkel og Katrín eiga fund saman. Þær hittust fyrst í mars á síðasta ári og svo aftur síðasta sumar. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti í 19 ár sem kanslari Þýskalands kemur í opinbera heimsókn til Íslands.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld að það væri ánægjulegt að Merkel skyldi hafa þegið boð um að koma hingað. Hún sagði að loftslagsmálin yrðu áberandi, bæði á fundi hennar með Merkel en líka á fundi norrænu forsætisráðherranna.  „Við munum líka ræða þróun stjórnmála í Evrópu, ekki síst uppgang popúlistaflokka sem hún hefur látið sig miklu varða og talað mikið um.“ 

Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að á fundunum verði horft til tækifæra til þess að auka samstarf Norðurlandanna og Þýskalands til að takast á við áskoranir á alþjóðavettvangi „ekki síst afleiðingar loftslagsbreytinga og stuðning við sjálfbæra þróun.“

 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV