Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Andrea Mist frá Þór/KA til Ítalíu

Mynd með færslu
Andrea Mist í baráttunni gegn Grindavík í sumar Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Andrea Mist frá Þór/KA til Ítalíu

27.01.2020 - 14:59
Andrea Mist Pálsdóttir leikmaður Þór/KA hefur samið við ítalska úrvalsdeildarliðið Orobica Calcio.

Andrea, sem er miðjumaður, hefur spilað þrjá A-landsleiki fyrir Ísland og og fjölmarga með yngri landsliðum. Undanfarin ár hefur hún verið ein af lykilleikmönnum Þór/KA en hún er uppalin hjá liðinu og hefur alla tíð leikið með því að undanskildum nokkrum mánuðum á lánstíma hjá austurríska félaginu FFC Vorderland í upphafi síðasta árs.

Á vef Þórs kemur fram að Andrea hafi nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum hjá Þór/KA í haust og ákveðið að leita út fyrir landssteinanna. Orobica Calcio er sem stendur í botnsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með eitt stig að loknum 13 leikjum.