Andlegur stuðningur frá uppstoppuðum æðarfugli

Mynd: RÚV / RÚV

Andlegur stuðningur frá uppstoppuðum æðarfugli

07.02.2020 - 21:02
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mætir Fjölbrautaskólanum við Ármúla í 8-liða úrslitum Gettu betur. Liðið segist vel stemmt fyrir keppninni en þau sækja meðal annars stuðning í uppstoppaðan æðarfugl.

Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ skipa þau Kjartan Leifur Sigurðsson, Óttar Egill Arnarsson og Sara Rut Sigurðardóttir en þeim má kynnast betur í myndbandinu í spilaranum hér fyrir ofan. 

FG mætir FÁ í annarri viðureign 8-liða úrslitanna. Bein útsending frá keppninni hófst á RÚV klukkan 20:10.