Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Andapollurinn á Akureyri endaði í miðbænum

07.10.2019 - 11:14
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Andapollurinn á Akureyri var þrifinn og tæmdur í morgun eins og gert er reglulega. Í þetta skiptið hljóp hins vegar snurða á þráðinn vegna þess hve sjávarstaða var há. Vatnið úr andapollinum kom því upp um holræsin á mótum Drottningarbrautar og Kaupvangsstrætis og flæddi yfir göturnar. Bæjarbúar þurftu þó ekki að draga fram stígvélin því dælubíll fjarlægði vatnið fljótt og örugglega.
Mynd með færslu
Mynd með færslu
Mynd með færslu
Mynd með færslu

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður var ástæðan sögð vera stífla í holræsunum.