Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Allt stopp á fjölfarnasta flugvelli heims

17.12.2017 - 23:23
epa06396181 Passengers affected by a widespread power outage wait in long lines at the International Terminal of Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport  in Atlanta, Georgia, USA, 17 December 2017. The airport, one of the busiest in the world,
Neyðarlýsing virkar sumstaðar og á meðan enn lýsti af degi var lýsingin ekki vandamál - en fólk komst hvorki lönd né strönd þrátt fyrir það. Mynd: EPA-EFE - EPA
Isabelle Jacobs waits for her flight to New York in a dark terminal at Hartsfield-Jackson International Airport Sunday, Dec. 17, 2017.  Authorities say a power outage at the Hartsfield-Jackson Atlanta International Airport has disrupted ingoing and
Ekki er alstaðar neyðarlýsing í flugstöðinni og myrkur færðist yfir þegar skyggja tók. Þessir farþegar gætu lent í vandræðum með að hlaða símana sína þegar á þarf að halda.  Mynd: AP
Rafmagnsleysi veldur því að öll umferð um Hartsfield-Jackson alþjóðaflugvöllinn í Atlanta í Bandaríkjunum hefur stöðvast og tugir þúsunda eru strandaglópar. Flugvöllurinn er sá fjölfarnasti í heimi, en samkvæmt heimasíðu vallarins fara um 275.000 farþegar þar í gegn á degi hverjum. Engar vélar taka á loft frá vellinum og allar vélar sem áttu að fljúga til Atlanta hafa verið kyrrsettar. Þeim vélum sem þegar voru flognar af stað áleiðis til Atlanta þegar rafmagnið fór af var beint annað.

Flugturn vallarins hefur neyðarrafmagn og virkar því fullkomlega. Hins vegar eru fjölmörg tæki og tól sem nota þarf við afgreiðslu farþega, flugvéla og farangurs óstarfhæf vegna rafmagnsleysisins og lýsingin í flugstöðinni er einnig að mestu leyti dottin út. Þúsundir farþega bíða því í óvissu og myrkri í flugstöðinni í Atlanta. Ekki er vitað hvað olli rafmagnsleysinu en unnið er að því að finna bilunina. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV