Allir þingmenn nema einn greiddu meira en 200.000

07.11.2019 - 16:25
Mynd með færslu
 Mynd: Vinstri græn
Allir þingmenn og ráðherrar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs greiddu flokknum framlag hærra en 200.000 krónur á síðasta ári, nema Kolbeinn Óttarsson Proppé. Fáeinir aðrir greiddu flokknum hærra framlag en 200 þúsund krónur.

Samtals námu félagsgjöld og framlög einstaklinga lægri en 200.000 krónur til Vinstri grænna tæpum 14 milljónum króna á síðasta ári. Fjárframlög fyrirtækja voru um 3,3 milljónir og nánast jafn mikið frá sveitarfélögum. Lang mest framlög til Vinstri grænna komu frá ríkinu, samtals 124 milljónir.

Flokkurinn hagnaðist um tæpar 34 milljónir króna í fyrra. Viðsnúningur varð á rekstri flokksins frá 2017 þegar tap varð af rekstrinum um tæpar 14 milljónir. Þess ber að geta að árið 2017 var kosið til Alþingis og þá jókst kjörfylgi Vinstri grænna töluvert og um leið fjárframlög ríkisins sem miðast við þingstyrk.

HB Grandi, Síminn, Kaupfélag Skagfirðinga, Samherji Íslands og Síldarvinnslan styrktu Vinstri græna um mest; 400 þúsund krónur hver. Það gerði Ólafur Þór Gunnarsson líka sem átti hæsta framlag þingmannanna.

Styrkveitandi Upphæð
Ólafur Þór Gunnarsson,  þingmaður 400.000
Elva Dögg Kristinsdóttir, frambjóðandi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 399.144
Þorbjörg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins 396.000
Svandís Svavarsdóttir,  þingmaður og ráðherra 362.500
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og ráðherra 361.500
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður 302.500
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður 302.500
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður 300.000
Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra 277.500
Orri Páll Jóhannesson, aðstoðarmaður ráðherra 277.500
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra 252.500
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður 250.000
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík 242.500
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður 242.000
Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra 241.500
Arndís Pétursdóttir 240.000
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður 228.500
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður 227.500
Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri 200.000
Félagsgjöld og framlög 200 þús. kr.
eða lægri frá hverjum einstaklingi
8.331.263
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi